top of page
Image by Jamie Street

Velkomin í Hundaskóla Norðurlands

Heim: Welcome

Okkar þjónusta

Happy Dog
Image by PartTime Portraits

Grunnnámskeið

Grunnnámskeiðin eru ætluð hundum eldri en 6 mánaða og veitir góðan grunn fyrir hinn venjulega heimilishund. Farið verður yfir atriði eins og stress, merkjamál, yfirvegun ásamt góðum æfingum sem stuðla að rólegum og hlýðnum hundi.

Hvolpanámskeið

Hvolpanámskeiðin okkar eru fyrir minnstu krílin. Námskeiðið snýst að mestu um að umhverfisþjálfa litlu hvolpana, kenna eigendum merkjamál og læra hvernig hundarnir okkar læra nýja hluti.

Dog Walk
Image by Baptist Standaert

Hælgöngunámskeið

Hælgöngunámskeiðin eru kennd úti við og eru fyrir þá sem vilja læra að kenna hundinum sínum að ganga fallega í taumi. Hentar hundum á öllum aldri.

Leikjanámskeið

Leikjanámskeiðin eru létt og stutt námskeið þar sem hundar og eigendur gera æfingar sem styrkja sambandið þeirra á milli. Áhersla er lögð á að hafa gaman og að eigandi læri að njóta sín með hundinum sínum.

German Boxer

Einkatímar

Ef hundurinn þarf sérstaka aðstoð sem hentar ekki á námskeiði er best að fá einkatíma. Einkatímar eiga sér stað á heimili viðkomandi, úti við eða í húsnæði Hundaskólans en það fer eftir því hvað skal æfa í tímanum.

Heim: Services

Um okkur

Árið 2016 útskrifuðust þrír hundaatferlisfræðingar sem ákváðu í kjölfarið að sameina krafta sína og halda námskeið á Akureyri. Síðan þá höfum við haldið námskeið reglulega, þróað þau og betrumbætt og erum nú loksins komnar með Hundaskóla Norðurlands! 

Við hjá Hundaskóla Norðurlands viljum aðstoða hundaeigendur við að læra inn á hundana sína, hvað hundar þurfa og hvernig þeir læra. Við bjóðum upp á ýmis konar námskeið, einkatíma og fyrirlestra á Akureyri eða annars staðar á landinu ef þess er óskað. 

​Í Hundaskóla Norðurlands komum við fram við hundana af virðinu og notumst við jákvæðan aga - erum ekki fastar í einu þjálfunarformi heldur finnum það sem hentar hverjum hundi og hundaeiganda. Við tökum mið af hverjum og einum og gerum okkar besta í að veita persónulega og góða þjónustu.

Image by Brian Stalter
Heim: About
Heim: Instagram
Heim: Contact Us
bottom of page