Velkomin í Hundaskóla Norðurlands
Okkar þjónusta
Um okkur
Árið 2016 útskrifuðust þrír hundaatferlisfræðingar sem ákváðu í kjölfarið að sameina krafta sína og halda námskeið á Akureyri. Síðan þá höfum við haldið námskeið reglulega, þróað þau og betrumbætt og erum nú loksins komnar með Hundaskóla Norðurlands!
Við hjá Hundaskóla Norðurlands viljum aðstoða hundaeigendur við að læra inn á hundana sína, hvað hundar þurfa og hvernig þeir læra. Við bjóðum upp á ýmis konar námskeið, einkatíma og fyrirlestra á Akureyri eða annars staðar á landinu ef þess er óskað.
Í Hundaskóla Norðurlands komum við fram við hundana af virðinu og notumst við jákvæðan aga - erum ekki fastar í einu þjálfunarformi heldur finnum það sem hentar hverjum hundi og hundaeiganda. Við tökum mið af hverjum og einum og gerum okkar besta í að veita persónulega og góða þjónustu.