Einkatímar
Hundaskóli Norðurlands býður upp á einkatíma á Akureyri.
Einkatíminn fer fram á heimili þínu þar sem hundurinn er í sínu eigin umhverfi, nema óskað sé eftir öðru eða ef þjálfunin krefst annars umhverfis. Hver tími er klukkustund í senn, passlega langt bæði fyrir hund og hundaeiganda.
Kostirnir við það að fá einkatíma hjá hundaþjálfara eru þeir að þá getur þjálfarinn kynnst eiganda og hundi í eigin umhverfi og getur því betur metið hvað hentar þeim best í þjálfuninni. Einkatími gerir eiganda einnig kleift að fá einkakennslu á þeim atriðum sem hann vill þjálfa hundinn í og getur þannig þjálfað hundinn sjálfur. Tengsl á milli hunds og eiganda styrkjast í gegnum þjálfunina, sérstaklega þegar vel gengur.
Til að bóka einkatíma geturðu smellt á hnappinn hér að neðan eða sent okkur tölvupóst.
Verð á einkatímum
10.000 kr
Fyrsti einkatími
Fyrsti tíminn fer mikið í það að kynnast, finna taktinn hjá hundi og hundaeiganda. Þjálfarinn finnur hvaða leið hentar best og sýnir hundaeiganda æfingar til að gera sjálfur.
15.000 kr
Fyrsti einkatími með
þjálfunarplani og eftirfylgni
Með þjálfunarplaninu færðu líka eftirfylgni og aðstoð í gegnum tölvupóst í 3 vikur þannig að með þeim pakka færðu meira aðhald í þjálfuninni heldur en með stökum tíma.
8.500 kr
Endurkomutímar
Þjálfarinn hittir ykkur aftur og þekkir þá inná bæði hund og eigendur. Þetta verð gildir þó efni tímans sé annað en efni fyrsta tímans.