top of page

Um Hundaskóla Norðurlands

Árið 2016 útskrifuðust þrír hundaatferlisfræðingar sem vildu svo sameina krafta sína og halda námskeið á Akureyri. Síðan þá höfum við haldið námskeið reglulega, þróað þau og betrumbætt og erum nú loksins komnar með Hundaskóla Norðurlands! 

Við hjá Hundaskóla Norðurlands viljum aðstoða hundaeigendur við að læra inn á hundana sína, hvað hundar þurfa og hvernig þeir læra. Við bjóðum upp á ýmis konar námskeið, einkatíma og fyrirlestra á Akureyri eða annars staðar á landinu ef þess er óskað. 

​Í Hundaskóla Norðurlands komum við fram við hundana af virðingu og notumst við jákvæðan aga - erum ekki fastar í einu þjálfunarformi heldur finnum það sem hentar hverjum hundi og hverjum hundaeiganda. Við tökum mið af hverjum og einum og gerum okkar besta í að veita persónulega og góða þjónustu.

Image by Brian Stalter
Um okkur: About

Hverjir eru á bak við nafnið?

Þjálfarar Hundaskóla Norðurlands

Við útskrifuðumst allar úr sama námi, hjá Heiðrúnu Villu árið 2016 sem hundaþjálfarar og hundaatferlisfræðingar. Námið var í gegnum alþjóðlegu hundasamtökin IACP (International Association of Canine Professionals) þar sem allar þjálfunaraðferðir eru velkomnar. Við kynntumst þar og höfum unnið saman og í sitthvoru lagi síðan við útskrifuðumst. Okkur finnst langskemmtilegast að vinna þetta saman og þess vegna kom Hundaskóli Norðurlands til.

Okkar nálgun snýst um að finna réttu lausnina fyrir hvern hund og hvern hundaeiganda. Við erum öll misjöfn, bæði mannfólk og hundar og því er ekki hægt að setja alla í sama formið. Við erum ekki fastar í einni eða annarri hundaþjálfunaraðferð en notumst við jákvæðan aga ef svo má segja. Velferð og vellíðan hundsins er alltaf í forgangi og við viljum að allir hundaeigendur geti notið lífsins með hundinum sínum án þess að vera í stressi eða vandræðum í daglegu lífi.

96045464_10157820551561154_6819168800479379456_n.jpg

Birta Ýr Baldursdóttir

Birta hefur unnið sem hundaþjálfari og hundaatferlisfræðingur síðan hún útskrifaðist sem slíkur árið 2016. Samhliða því hefur hún sinnt öðrum störfum, eignast tvö börn og átt tvo hunda. Hún elskar skipulag en er með hræðilegt minni svo hún þarf að skrifa allt niður - ekki taka því persónulega! Hún elskar gamla rólega hunda, kósíheit og haustið.

233370558_154077850136778_6580031988412411764_n_edited.jpg

Erla Ösp Ingvarsdóttir

Erla Ösp er með 5 dýr á heimilinu sínu, þar af 3 hunda og 2 ketti. Hún hefur tæklað alls kyns aðstæður og er alveg ótrúlegt hvað hún getur verið yfirveguð í krefjandi aðstæðum - sem er auðvitað magnað og í raun lykilatriði í hundaþjálfun! Erla er traust og hlý manneskja sem gerir allt til að hjálpa fólkinu (og dýrunum) í kringum sig.

114674693_10163876907305641_1660732066329497505_n_edited.jpg

Helena María Hammer

Helena hefur einstakt lag á hundum enda hefur hún verið í kringum þá nánast alla sína ævi. Hún hefur starfað sem hundaþjálfari frá útskrift samhliða öðrum störfum og hefur meira að segja dundað sér aðeins í hundasnyrtingu! Hennar uppáhalds hundategund er þýski fjárhundurinn en hún á einn slíkan sem er algjör æðibiti.

Um okkur: Meet the Team
bottom of page