top of page
French Bulldog

Þjálfunarpakkar

Ef þú vilt aðstoð með algeng atriði eða vandamál og ert tilbúin í þá vinnu sem fylgir, þá eru þjálfunarpakkar málið fyrir þig. 
Blanda af fyrirlestrum og einkatímum fyrir fyrirfram ákveðin efni og það er alltaf hægt að bæta við einkatímum eftir á, ef vilji er fyrir því. Tilvalið fyrir hunda sem geta ekki verið með í hóp eða ef eigendur komast ekki á námskeiðstímum.

​Hér að neðan eru dæmi um pakka en listinn er ekki tæmandi. Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að, þá skaltu endilega senda okkur tölvupóst og láta okkur vita eftir hverju þú leitar. 

Þjálfunarpakkar: Service
Beagle Puppy
barking_in_dogs_1.jpg

Hvolpagrunnur

Fáðu aðstoð með nýja hvolpinn þinn og helstu atriði sem allir hvolpar þurfa að læra til að fá góðan grunn.

Tilvalið fyrir þá sem eru að eignast hund í fyrsta skiptið og vilja vita meira um hvolpauppeldi. 

Hentar hvolpum á aldrinum 8 vikna - 4 mánaða.

Þessi pakki inniheldur 2 einkatíma og 1 fyrirlestur á netinu. Fyrirlesturinn fjallar um grunnatriði eins og að húsvenja, leikglefs, o.þ.h.. Einkatímarnir fara í þau atriði sem þú vilt setja í forgang en dæmi um þjálfunaratriði er að venja hundinn við tauminn, búrvenja, innkall, umhverfisþjálfun og slökun.

Geltpakkinn

Geltir hundurinn þinn á alla sem koma í heimsókn og alla sem labba framhjá húsinu?

Gelt er algengt vandamál hjá mörgum sem tekur tíma að laga en mikilvægt er að finna orsökina til að finna réttu lausnina. Hver hundaeigandi og hver hundur er mismunandi - við finnum þá leið sem hentar ykkur.

Geltpakkinn inniheldur 3 einkatíma og 1 fyrirlestur á netinu, ásamt heimavinnu. 

Vizsla Dogs
dog-looks-out-window--1024x683.jpg

Betri göngutúr

Taumgöngu- eða hælgönguþjálfun fyrir þig og hundinn þinn. Þú ræður hvaða "standard" þú setur fyrir göngutúrinn en þjálfarinn fer með þér og/eða hundinum í göngutúr og þjálfar hann að ganga fallega í taumi (og þig í tækninni). 


Tilvalið fyrir hunda sem toga í göngutúr, eru stressaðir í göngutúr eða gelta á aðra hunda í göngutúr. 

Þessi pakki inniheldur 2 einkatíma, 1 fyrirlestur á netinu ásamt heimavinnu.

Aðskilnaðarkvíði

Aðskilnaðarkvíði er meðal erfiðari vandamálum að kljást við en það er algjörlega þess virði að tækla þetta. Það tekur tíma en við hjálpumst að við að vinna úr vandamálinu saman. Þetta á við bæði aðskilnaðarkvíða einn heima og aðskilnaðarkvíða gagnvart ákveðinni manneskju.

Stefnan er tekin á að finna lausn sem hentar ykkur, svo að hundinum fari að líða betur einum heima eða í þeim aðstæðum sem hann upplifir kvíðann. 

Þessi pakki inniheldur 3 einkatíma, 2 fyrirlestra á netinu ásamt heimavinnu. Einnig er hægt að fá aðstoð frá þjálfaranum yfir tímabilið í gegnum tölvupóst eða messenger spjall.

Þjálfunarpakkar: Services
bottom of page