top of page
Happy Dog

Grunnnámskeið

Góður grunnur fyrir alla hunda

Grunnnámskeiðin eru ætluð hundum eldri en 6 mánaða og veitir góðan grunn fyrir hinn venjulega heimilishund. Farið verður yfir atriði eins og stress, merkjamál, yfirvegun ásamt góðum æfingum sem stuðla að rólegum og hlýðnum hundi.

​Hér að neðan má sjá hvenær næstu grunnnámskeið eru á dagskrá.

Grunnnámskeið: Services

Næstu grunnnámskeið

9. mars - 17. apríl 2023
FULLBÓKAÐ

38.000 kr

Góður grunnur fyrir hunda 6 mánaða og eldri. Farið verður yfir hælgöngu og að mæta öðrum hundum, bíða æfingu og sjálfsstjórn, innkall ásamt því að styrkja tengsl milli hunds og hundaeiganda. 

8 skipti, þar af 2 bóklegir fyrirlestrar. Kennt verklegt einu sinni í viku, klst í senn. Í tímunum eru 2 - 3 þjálfarar sem kenna svo að hver hundaeigandi fái sem mest út úr tímunum.

Verklegir tímar með hundum eru á mánudögum kl. 17 en fyrirlestrar verða fimmtudagana 9. og 30. mars kl. 17:00.

Grunnnámskeið: List

Hvernig eru námskeiðin?

Tímarnir fara fram í húsnæði Gæludýr.is í Baldursnesi 8 eða úti við - fer eftir efni tímans. Hver tími er ca klukkustund í senn. Aðeins 6 hundar í hóp, í hverjum tíma eru 2-3 þjálfarar sem sjá um kennslu.


Á meðan námskeiðinu stendur er þátttakendum boðið í lokaða Facebook grúppu til stuðnings. Þar verða gefin heimaverkefni sem við mælum með að gera samviskusamlega til að fá sem mest út úr námskeiðinu. 

Það sem við gerum á grunnnámskeiði: 

  • Að halda fókus á eiganda í krefjandi umhverfi

  • Lærum um stress og merkjamál hunda

  • Hælganga og að mæta öðrum hundum

  • Bíða æfingu og að kenna hundinum sjálfsstjórn​

  • Innkall

  • Styrkjum tengsl milli hunds og hundaeiganda


Í lok námskeiðsins útskrifast þátttakendur sem hafa mætt í a.m.k. 80% tímanna, með prófskírteini og smá myndatöku með hundinum sínum. Einnig geta þeir sem vilja, beðið um kvittun til að fá afslátt af hundaleyfisgjöldum hjá Akureyrarbæ - biðja þarf um kvittunina hjá okkur í byrjun námskeiðs og hún síðan afhent í síðasta tímanum nema um annað sé samið.

Nánari skilmála vegna námskeiða má lesa hér.

Grunnnámskeið: Text
bottom of page