Grunnnámskeið
Góður grunnur fyrir alla hunda
Grunnnámskeiðin eru ætluð hundum eldri en 6 mánaða og veitir góðan grunn fyrir hinn venjulega heimilishund. Farið verður yfir atriði eins og stress, merkjamál, yfirvegun ásamt góðum æfingum sem stuðla að rólegum og hlýðnum hundi.
Hér að neðan má sjá hvenær næstu grunnnámskeið eru á dagskrá.
Næstu grunnnámskeið
2023
Því miður eru námskeiðin okkar á smá bið vegna breytinga og persónulegra ástæðna. Um leið og allt skýrist hjá okkur þá munum við setja inn upplýsingar um næstu námskeið ásamt skráningu.
Hvernig eru námskeiðin?
Tímarnir fara fram að mestu úti við - fer eftir efni tímans. Hver tími er ca klukkustund í senn. Aðeins 6 hundar í hóp, í hverjum tíma eru 2 þjálfarar sem sjá um kennslu.
Á meðan námskeiðinu stendur er þátttakendum boðið í lokaða Facebook grúppu til stuðnings. Þar verða gefin heimaverkefni sem við mælum með að gera samviskusamlega til að fá sem mest út úr námskeiðinu.
Það sem við gerum á grunnnámskeiði:
Að halda fókus á eiganda í krefjandi umhverfi
Lærum um stress og merkjamál hunda
Hælganga og að mæta öðrum hundum
Bíða æfingu og að kenna hundinum sjálfsstjórn
Innkall
Styrkjum tengsl milli hunds og hundaeiganda
Í lok námskeiðsins útskrifast þátttakendur með prófskírteini og smá myndatöku með hundinum sínum. Þeir sem mæta í a.m.k. 80% tímanna hafa tök á að sækja um afslátt af hundaleyfisgjöldum hjá Akureyrarbæ gegn framvísun skírteinis þess efnis.
Nánari skilmála vegna námskeiða má lesa hér.