top of page
Image by PartTime Portraits

Hvolpanámskeið

Fyrir alla hvolpa fram að 6 mánaða aldri.
Athugið að allir hvolpar þurfa að vera fullbólusettir!

Hvolpanámskeiðin okkar eru fyrir minnstu krílin. Námskeiðið snýst að mestu um að umhverfisþjálfa litlu hvolpana, kenna eigendum merkjamál og læra hvernig hundarnir okkar læra nýja hluti.

​Hér að neðan er hægt að sjá hvenær hvolpanámskeið verða næst á dagskrá.

Hvolpanámskeið: Services

Næstu hvolpanámskeið

9. mars - 17. apríl 2023
FULLBÓKAÐ

38.000 kr

Fyrir hvolpa yngri en 6 mánaða. Farið verður yfir það helsta í hvolpauppeldi, stress og merkjamál, umhverfisþjálfun, innkall, slökun og leik. ATH að efni námskeiðsins getur breyst eftir því hvernig hópurinn er hverju sinni. 

8 skipti, þar af 2 bóklegir fyrirlestrar. Kennt verklegt einu sinni í viku, ca klst í senn. Í tímunum eru 2 - 3 þjálfarar sem kenna svo að hundaeigendur fái sem mest út úr hverjum tíma.

Verklegir tímar eru á mánudögum kl. 19:30 en fyrirlestrarnir eru fimmtudagana 9. og 30. mars kl. 17:00. 

Hvolpanámskeið: List

Hvernig eru hvolpanámskeiðin?

Tímarnir fara fram í húsnæði Gæludýr.is í Baldursnesi 8 eða úti við - fer eftir efni tímans.

Hver tími er ca klukkustund í senn. Aðeins 6 hundar í hóp, í hverjum tima eru 2-3 þjálfarar sem sjá um kennslu.


Á meðan námskeiðinu stendur er þátttakendum boðið í lokaða Facebook grúppu til stuðnings. Þar verða gefin heimaverkefni sem við mælum með að gera samviskusamlega til að fá sem mest út úr námskeiðinu. 

Það sem við gerum á hvolpanámskeiði með yngstu hvolpana: 

  • Að halda fókus á eiganda í krefjandi umhverfi

  • Lærum um stress og merkjamál hunda

  • Umhverfisþjálfun

  • Innkall

  • Styrkjum tengsl milli hunds og hundaeiganda

ATH að hvolpanámskeiðin okkar eru mjög sveigjanleg og taka mið af hverjum hóp.Ef við erum með stálpaða hvolpa þá eru námskeiðin líkari grunnnámskeiðunum.

Í lok námskeiðsins útskrifast þátttakendur sem hafa mætt í a.m.k. 80% tímanna, með prófskírteini og smá myndatöku með hundinum sínum. Einnig geta þeir sem vilja, beðið um kvittun til að fá afslátt af hundaleyfisgjöldum hjá Akureyrarbæ - biðja þarf um kvittunina hjá okkur í byrjun námskeiðs og hún síðan afhent í síðasta tímanum nema um annað sé samið.


Nánari skilmála vegna námskeiða má lesa hér

Hvolpanámskeið: Text
bottom of page