top of page
Image by Baptist Standaert

Leikjanámskeið

Hafðu gaman með hundinum þínum!

Leikjanámskeiðin eru létt og stutt námskeið þar sem hundar og eigendur gera æfingar sem styrkja sambandið þeirra á milli. Áhersla er lögð á að hafa gaman og að eigandi læri að njóta sín með hundinum sínum.

Við gerum léttar æfingar og nokkrar brellur, notumst við bretti, húlahringi o.fl. og æfum okkur í að þjálfa hundinn í kringum áreiti á meðan við styrkjum sambandið.

Leikjanámskeið: Service

Næsta leikjanámskeið verður helgina 1.- 3. júlí!

Leikjanámskeiðið er stutt og skemmtilegt námskeið, hugsað til þess að styrkja samband milli hunds og eiganda með léttum æfingum og brellum. Æfingarnar styrkja einnig sjálfstraust hundsins. 

Leikjanámskeiðið eru 3 skipti, 40-60 mín í senn. 
Tímarnir eru utandyra, fös 1. júlí kl. 17, svo lau 2. júl og sun 3. júlí kl. 12:00
Verð: 23.500 kr per hund. 

Dæmi um æfingar/brellur sem farið verður í: 
- Sitja á palli
- Bakka upp á pall (oft erfitt fyrir marga og bætir líkamsvitund þeirra) 
- Koma á milli fóta eiganda og vefa. 
- Fleiri brellur: dauður, hneigja
- Förum einnig í smá þrautabraut og höfum gaman saman!

Nánari skilmála vegna námskeiða má lesa hér

Leikjanámskeið: Text
bottom of page