Skilmálar vegna námskeiða
Eftirfarandi skilmálar eiga við öll námskeið sem Hundaskóli Norðurlands býður upp á.
Við skráningu á námskeiði þarf að greiða námskeiðsgjald til að staðfesta skráningu. Helmingur námskeiðsgjalds er óafturkræft staðfestingargjald til að lágmarka brottföll á námskeiðum með litlum fyrirvara.
Hver hundaeigandi ber ábyrgð á eigin mætingu.
Námskeiðsgjald verður ekki endurgreitt nema:
a) Um sé að ræða langveikindi, og þá eingöngu gegn framvísun læknisvottorðs.
b) Námskeiði er aflýst af hálfu Hundaskóla Norðurlands.Afbóka má pláss allt að 10 dögum áður en námskeið hefst. Afbóka skal námskeið við fyrsta tækifæri og skal slík afbókun berast skriflega til Hundaskóla Norðurlands á netfangið: hundaskolinordurlands@gmail.com. Við afbókun endurgreiðist námskeiðsgjald að frádregnu staðfestingargjaldi, semsé helmingur. Sé bókað á annað námskeið innan hálfs árs frá afbókun gengur staðfestingargjald upp í greiðslu nýs námskeiðs.
Ef tík byrjar að lóða á námskeiðinu mætir eigandi hundlaus í tímana á meðan lóðaríið stendur yfir.
Námskeið fæst ekki endurgreitt vegna almennra veikinda eða annarra fjarvista.