Okkar þjónusta


Grunnnámskeið
Grunnnámskeiðin eru ætluð hundum eldri en 6 mánaða og veitir góðan grunn fyrir hinn venjulega heimilishund. Farið verður yfir atriði eins og stress, merkjamál, yfirvegun ásamt góðum æfingum sem stuðla að rólegum og hlýðnum hundi.
Hvolpanámskeið
Hvolpanámskeiðin okkar eru fyrir minnstu krílin. Námskeiðið snýst að mestu um að umhverfisþjálfa litlu hvolpana, kenna eigendum merkjamál og læra hvernig hundarnir okkar læra nýja hluti.


Einkatímar
Einkatímar eru frábærir til að fá persónulega aðstoð, hvort sem það er til að fínpússa grunnatriðin eða til að fá aðstoð með hegðunarvandamál.
Leikjanámskeið
Leikjanámskeiðin eru létt og stutt námskeið þar sem hundar og eigendur gera æfingar sem styrkja sambandið þeirra á milli. Áhersla er lögð á að hafa gaman og að eigandi læri að njóta sín með hundinum sínum.

Hælgöngunámskeið
Hælgöngunámskeiðin eru kennd úti við og eru fyrir þá sem vilja læra að kenna hundinum sínum að ganga fallega í taumi. Hentar hundum á öllum aldri.